Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

2. fundur 25. janúar 2011 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur

2 . fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 24. janúar 2011 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, þórir Níelsson, Karel Rafnsson, Bjarkey Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1010023 - Stefnumótun fyrir landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
 Sævar Freyr Sigurðsson frá Saga Travel mætti á fundinn og kynnti ferðir fyrirtækis síns í Eyjafirði, en það eru sælkeraferðir, bændaferðir og kirkjuferðir, sem eru í þróun.
Berglind Kristinsdóttir á Hrafnagili mætti einnig á fundinn til að ræða um notkun á nafninu Hrafnagil. Sveitarstjóra falið að bera málið undir fulltrúa örnefnanefndar og skipulagsnefnd.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:10

Getum við bætt efni síðunnar?