Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

7. fundur 13. september 2012 kl. 08:28 - 08:28 Eldri-fundur

7. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 24. apríl 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður, Arna Bryndís Baldvinsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Fundurinn var haldinn sameiginlega með umhverfisnefnd. Farið var yfir tillögur formanna að verklagi við eyðingu kerfilsins.
Fundarmönnum líst best á að blanda saman lið 2 og 3 í tillögunum, þ.e.a.s. að virkja landeigendur við verkið og að sveitarfélagið leggi til eitur. Ráðinn verði starfsmaður til utanumhalds og óskað verði eftir aukafjárveitingu til að eitra á erfiðustu svæðunum. þá leggur nefndin til að aðkeypt vinna verði niðurgreidd hlutfallslega eftir útlögðum kostnaði með því fé sem sem eftir verður. Niðurgreiðsla verði að hámarki 50% af útlagða kostnaðnum og háð samþykki umsjónarmanns verksins.
ákveðið að halda íbúafund til að kynna átakið og virkja íbúa. þá verði auglýst eftir starfsmanni og óskað eftir 1 Mkr. aukafjárveitingu frá sveitarfélaginu til verksins.
 
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45

Getum við bætt efni síðunnar?