Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

8. fundur 13. september 2012 kl. 08:34 - 08:34 Eldri-fundur

8. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 12. september 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, þórir Níelsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður, Arna Bryndís Baldvinsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

þórir vék af fundi kl. 9.

Dagskrá:

1.  1112004 - Air 66N, samstarf um eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi
 Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
   
2.  1208011 - ágangur búfjár
 Fjallað var um erindi Unnar Harðardóttur og Jóns Eiríkssonar auk erindis frá Eddu Kamillu örnólfsdóttur um ágang búfjár og tillögur þeirra um að sett verði vörsluskylda á allt búfé.
Nefndin telur þá tillögu of íþyngjandi fyrir búfjáreigendur með þeim hætti sem þau fara fram á en leggur til vörsluskyldu í samræmi við tillögur nefndarinnar um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit.
   
3.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Farið var yfir drög að samþykktum um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit og leggur nefndin til að þau verða kynnt eins og þau liggja nú fyrir á íbúafundi og vef sveitarfélagsins.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:40

Getum við bætt efni síðunnar?