Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

10. fundur 30. október 2012 kl. 09:56 - 09:56 Eldri-fundur

10. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 29. október 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, þórir Níelsson, Bjarkey Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon og Arna Bryndís Baldvinsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1208011 - ágangur búfjár
 Komið hefur fram athugasemd frá Eddu Kamillu um að ekki sé rétt farið með að hún leggi til vörsluskyldu á allt búfé. Rétt er að hún leggur það ekki til en nefnir þá leið sem eina af þeim sem möguleg er til að koma til móts við þarfir þeirra sem hyggjast nýta land sitt til annars en búfjárhalds. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd leiðréttir þetta hér með og biðst afsökunar á ónákvæmri bókun á fyrri fundi sínum
   
2.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Farið var yfir 12. drög að samþykkt um búfjárhald fyrir Eyjafjarðarsveit og þeim vísað til sveitarstjórnar.
   
3.  1112004 - Air 66N, samstarf um eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi
 Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi óskar eftir stuðningi við verkefnið Air 66N vegna markaðssetningar Norðurlands, sem nemur 300 kr. pr. íbúa á ári í 3 ár. Verkefnið miðar að því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd leggur til að styrkveitingin sé samþykkt.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50

Getum við bætt efni síðunnar?