Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

12. fundur 22. febrúar 2013 kl. 09:11 - 09:11 Eldri-fundur

12. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, þórir Níelsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður, Arna Bryndís Baldvinsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Bjarkey Sigurðardóttir, .

 

Dagskrá:

1.  1208011 - ágangur búfjár
 Gefur ekki tilefni til ályktana.
   
2.  1302008 - Búfjáreftirlit áfram á ábyrgð sveitarfélaga
 Búfjáreftirlitið færðist ekki yfir á MAST líkt og gert var ráð fyrir og verður áfram eins og verið hefur og því þarf að gera ráð fyrir 1.425.344.- í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
   
3.  1301002 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins "Bændur græða landið" 2012
 Nefndin samþykkir styrkbeiðni að upphæð 25.000 krónur fyrir BGL.
   
4.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Umhverfisnefnd hefur fjallað um erindið. Nefndin tekur undir það hjá umhverfisnefnd að kanna möguleikann á að fá verkstjóra og taka ákvörðun í framhaldi af því.
   
5.  1102022 - Komdu norður - styrkbeiðni
 Nefndin samþykkir að veita 60.000 krónur í verkefnið Komdu norður.
   
6.  1010023 - Stefnumótun fyrir landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
 Nefndin ákvað að halda íbúafund til að kynna hugmynd um vorhátíð, mánudaginn 4. mars kl. 20:00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21.30

Getum við bætt efni síðunnar?