Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

19. fundur 29. apríl 2015 kl. 10:52 - 10:52 Eldri-fundur

19. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 28. apríl 2015 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson formaður, Helga Hallgrímsdóttir aðalmaður, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir varamaður, Þórir Níelsson varamaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson.

Sigmundur, Halla og Gunnbjörn boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. 1502017 - Svertingsstaðir 2 - Hákon Bjarki Harðarson - umsókn um leyfi til búfjárhalds
Nefndin telur að umsóknin uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir útgáfu leyfis til búfjárhalds skv. 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit nr. 581/2013 og samþykkir erindið.
Mikilvægt er að festa í sessi verklag við útgáfu leyfa til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit og leggur nefndin til að útbúið verði eyðublað fyrir umsóknir.

2. 1407006 - Minka- og refaveiðar 2014-2016
Nefndin lýsir ánægju með þann árangur sem hefur orðið af refa- og minkaveiðum. Jafnframt óskar nefndin eftir að tekin verði saman greinargerð um stöðu refa- og minkaveiða undanfarin ár. Auglýst verði í sveitarpóstinum þar sem íbúar verða hvattir til að tilkynna til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar ef vart verður við ferðir refa og minka.

3. 1504028 - Álitsgerð um lausagöngu búfjár - Pacta lögmannsstofa
Nefndin leggur til að samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit nr. 581/2013 verði endurskoðuð í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerð lögmannsstofunnar Pacta um lausagöngu búfjár.

4. 1302019 - Merking gönguleiða
Mikilvægt er að ljúka merkingu þeirra gönguleiða sem byrjað er á að merkja og setja upplýsingaskilti við þær leiðir.

5. 1504033 - Upplýsingarskilti - Minnismiði - 24.4.2015
Nefndin leggur til að tvö skilti af þremur verði endurnýjuð í ár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50

 

Getum við bætt efni síðunnar?