Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

23. fundur 18. apríl 2017 kl. 12:52 - 12:52 Eldri-fundur

23. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 18. apríl 2017 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson, formaður, Helga Hallgrímsdóttir, aðalmaður, Sigmundur Rúnar Sveinsson, aðalmaður, Þórir Níelsson, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hermann Ingi Gunnarsson formaður.

Dagskrá:

1. Eyjafjarðarsveit - Landleiga, skilmálar - 1704010
Á fundinum var lokið við tillögu að reglum um útleigu á landi í eigu sveitarfélagsins.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði staðfestar og þær taki gildi strax í vor

2. Búfjárleyfi - umsókn og eyðublað - 1704011
Fyrir fundinum lágu drög að umsóknareyðublaði fyrir leyfi til búfjárhalds. Farið yfir efnisatriði umsóknar og rætt um framsetningu eyðublaðs.

Nefndin leggur til að skrifstofu verði falið að vinna endanlegt eyðublað fyrir umsókn um leyfi til búfjárhalds í samræmi við drög og umræður á fundinum.

3. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - stefnumótun - 1611012
Gestir
Ingibjörg Isaksen 
Ingibjörg Isaksen, fulltrúi í vinnuhópi um stefnumótun gerði grein fyrir efnistökum í vinnu vinnuhópsins, helstu áherslum og stöðu málsins að öðru leyti. Vinnuhópurinn á eftir að hittast aftur. Nefndin óskar eftir því að fá innan tíðar send heildardrög til umfjöllunar.

Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd þakkar Ingibjörgu fyrir kynninguna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10

Getum við bætt efni síðunnar?