Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

25. fundur 05. september 2018 kl. 09:35 - 09:35 Eldri-fundur

25. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 4. september 2018 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Karl Jónsson, formaður, Tryggvi Jóhannsson, aðalmaður, Sara Arnbro, aðalmaður, Sigríður Bjarnadóttir, aðalmaður og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson formaður.

Dagskrá:

1. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd, erindisbréf - 1703024
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar.

2. Fundartímar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar - 1808023
Lagt til að fundartími nefndarinnar verði á miðvikudögum milli 12 og 13.

3. Ferðaþjónustutengd verkefni á Norðurlandi - 1808024
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar fagnar þróun og vinnu við Áfangastaðaáætlun og Norðurstrandarleið og telur þau til þess fallin að vekja aukna athygli á Norðurlandi sem áfangastað ferðamanna til framtíðar litið.
Nefndin bendir á þá miklu mögueika sem felast í landbúnaðartengdri ferðaþjónustu líkt og þeirri sem er í uppbyggingu í Eyjafjarðarsveit.
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar skorar á Markaðsstofu Norðurlands að beita sér fyrir framgangi markaðsverkefnis sem dregur fram sérstöðu landbúnaðartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi og yrði góð viðbót við önnur markaðstengd verkefni sem fallin eru til þess að fjölga ferðamönnum í landshlutanum og magna upplifun þeirra af svæðinu.

4. Hugleiðingar um atvinnuuppbyggingu - 1808025
Rætt vítt og breitt um atvinnumál og atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Horfum til hugarflugsfundar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?