Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

27. fundur 12. desember 2018 kl. 14:07 - 14:07 Eldri-fundur

27. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 12. desember 2018 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Karl Jónsson, Sara Arnbro, Sigríður Bjarnadóttir, Þórir Níelsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir .

Dagskrá:

1. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028
Vinnsla er hafin á verkefninu en því hefur seinkað vegna veikinda. Því ætti að vera lokið á fyrsta fundi nefndarinnar á nýju ári.

2. Rekstrarskilyrði grænmetisbænda - 1812007
Anna og Gísli í Brúnalaug kynntu fyrir nefndinni óheyrilega hækkun rafmagns á einu ári en þau reka garðyrkjustöð í Brúnalaug. Þau eru utan skilgreiningar þéttbýlis, í dreifbýli sem greiðir hærri taxta fyrir rafmagnið. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjóri leiti frekari upplýsinga varðandi skilgreiningar þéttbýliskjarna.

3. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn - 1812008
Erindið var rætt nokkuð og bendir nefndin á að ákveðin vinna sé nú þegar í gangi með samræmingu vegmerkinga. Nefndin telur mjög mikilvægt að bæta grunnupplýsingagjöf til ferðamanna sem leið eiga um sveitina. Hún leggur til styrk að upphæð 200.000.- með áherslu á að leggja þeim þætti lið. Jafnframt óskar nefndin eftir að fá fulltrúa frá félaginu á næsta fund hennar.

4. Hugleiðingar um atvinnuuppbyggingu - 1808025
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd samþykkir að sett verði af stað vinna við að skilgreina möguleika á atvinnuuppbyggingu í tengslum við ljósleiðaranet í sveitarfélaginu. Nefndin felur formanni að leggja fram áætlun um verkefnið á næsta fundi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45

Getum við bætt efni síðunnar?