Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

30. fundur 11. september 2019 kl. 12:00 - 14:00 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Karl Jónsson formaður
  • Tryggvi Jóhannsson aðalmaður
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalmaður
  • Þórir Níelsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir Ritari

Dagskrá:

 

1.  Málefni er varða hunda og ketti - 1904003

Fjallað var um breytingatilllögur samþykktar um hunda- og kattahald í Eyfjarðarsveit. Rætt um mikilvægi þess að minna á skráningar þessa dýrahalds reglubundið þar sem við á. Ákveðið var að senda drögin til umsagnar hjá starfsfólki sveitarfélagsins. 

 

2.  Starfsáætlun landbúnaðar- og atvinnumálanefndar - 1909008

Starfsáætlun nefndarinnar var samþykkt fyrir komandi vetur og miðað er við að halda fundi á um það bil fimm vikna fresti. Þá er ætlunin að fá forsvarsmenn hinna ýmsu fyrirtækja reglulega inn á fundi nefndarinnar til að fræðast og fá hugmyndir um starfsumhverfi fyrirtækja hér í sveit. 

 

3.  Kynning á Moltu - 1909009

Kristján Ólafsson framkvæmdastjóri Moltu ehf kom inn á fundinn og kynnti starfsemi fyrirtækisins. Aðeins er að bera á að flokkað lífrænt efni sem tekið er inn til moltugerðar sé að koma með plasti í og verið er að vinna að úrlausn þess. Tekið er á móti lífrænu heimilis- og fyrirtækjasorpi frá svæðinu Skagafirði í vestri til Norður Þingeyjarsýslu í austri og sláturúrgangi frá Akureyri og Húsavík. Þá er auk þess stoðefni eins og pappír og timbur fengið hjá Gámaþjónustunni til moltugerðarinnar. Hjá fyrirtækinu eru starfandi fjögur stöðugildi. Moltan er góður áburðargjafi og getur nýst í hvers konar ræktun og til uppgræðslu. Framtíðaruppbygginaráform fyrirtækisins eru í uppnámi og er fyrirtækið að leita að annarri staðsetningu fyrir starfsemina. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?