Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

32. fundur 27. nóvember 2019 kl. 12:00 - 13:15 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Karl Jónsson
  • Tryggvi Jóhannsson
  • Sara Arnbro
  • Þórir Níelsson
  • Ragnar Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson Formaður

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2020 - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd - 1910015

Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsramma ársins 2020. 

 

2. Kynning á verkefnum Markaðsstofu Norðurlands - 1909016

Gestir eru stjórn Ferðamálafélags Eyfjafjarðarsveitar

Fulltrúar úr stjórn ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, Sigríður Ásný Ketilsdóttir og Sesselía I Barðdal Reynisdóttir, mæta á fund nefndarinnar. Farið er yfir verkefnið "Heilsársferðaþjónusta á norðurlandi", verkefni undir stjórn Markaðsstofu Norðurlands sem Eyjafjarðarsveit hefur ákveðið að taka þátt í. 

Nefndin óskar eftir samstarfi við ferðamálafélagið í þessu verkefni þar sem framtíðarsýn og stefna sveitarfélagsins verður mótuð með tilliti til ferðamála, mögulegir áningastaðir kortlagðir og önnur forgangsverkefni sem skipta máli. 

 

3. Uppbygging áningarstaða - 1911017

Minnisblað formanns um uppbyggingu ferðamannastaða í Eyjafjarðarsveit lagt fram til kynningar.

 

4. Málefni er varða hunda og ketti - 1904003

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að breytingum á samþykktum um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit að undangenginni breytingu á orðalagi 4. málsgreinar 12. greinar. 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15

Getum við bætt efni síðunnar?