Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

33. fundur 12. febrúar 2020 kl. 12:00 - 13:50 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Karl Jónsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Þórir Níelsson
  • Susanne Lintermann
  • Sara Arnbro
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir Ritari

Dagskrá:

 

1. Kynning á verkefnum Markaðsstofu Norðurlands - 1909016

Björn hjá Markaðsstofu Norðurlands, MN, kom inn á fundinn og kynnti fyrir nefndinni vinnu tengda verkefninu "Uppbygging á heilsársferðaþjónustu." Það felur í sér greiningu, framtíðarsýn og í kjölfarið forgangsverkefni á svæðinu. Nefndin hefur rætt við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar um málefnið. Eitt og annað er til en það vantar heildaryfirlit/samantekt til að vinna að stefnumótun. MN vinnur nú að nýrri þriggja ára áætlun varðandi forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Björn taldi mikilvægt að stofna vinnuhóp kringum verkefnið og afraksturinn yrði einhvers konar sýn um hvert beri að stefna, hvaða verkefni bæri að leggja áherslu á og þar með styrking ímyndar fyrir það sem svæðið vill standa fyrir til lengri tíma. Best væri ef vinnuskjal um afrakstur vinnunar liggi fyrir í apríl. Samstarf og vitund allra aðila skiptir miklu máli hér og eitt af því er að halda íbúafund. Nefndin leggur til að skipa 7 manna vinnuhóp þar sem 2 aðilar kæmu úr nefndinni, 2 úr Ferðamálafélaginu, 2 úr sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra.

Samþykkt

 

2. Kynning á verkefni varðandi merkingu á göngustígum - 1904011

Á fundinn mættu Eva Birgisdóttir og Þorbergur Jónsson með kynningu verkefnis sem Eva er að vinna að sem lokaverkefni í íþrótta- og heilsufræði við HÍ, svo kölluð Göngubók. Þau kynntu sjö mismunandi gönguleiðir á fjöll í sveitinni sem þau hafa verið að "trakka" og ætlunin er að nýta í verkefninu. Einhverjar þessara leiða eru nú þegar stikaðar, einhverjar með upplýsingaskilti á upphafsstað. Þá er aðeins mismunandi með upphafsstaði leiðanna hvernig aðkoman/aðgengið er en mjög mikilvægt er að vinna slíkt í samstarfi við landeigendurna. Eva og Þorbergur hvöttu til að fleiri leiðir yrðu stikaðar og unnið að aðgengi þeirra í samtarfi við landeigendur. Nefndin var sammála um að vinna að því og leggja áherslu á samræmt útlit merkinga og stika. Jafnframt þarf að huga að viðhaldi slíkra verkefna. Sveitarstjóra og formanni nefndarinnar var falið að skoða samtarf við Evu og Þorberg um forgang leiða, stikun og kostnaðaráætlun.

Samþykkt

 

3. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn fyrir fræðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu - 2001014

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sækir um styrk til nefndarinnar til niðurgreiðslu námskeiða ásamt áframhaldandi markaðssetningu svæðisins að upphæð 300.000.- Erindinu var frestað og formaður kallar eftir frekari gögnum frá félaginu.

Samþykkt

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

Getum við bætt efni síðunnar?