Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

34. fundur 27. maí 2020 kl. 12:00 - 13:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Karl Jónsson
  • Tryggvi Jóhannsson
  • Sara Arnbro
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Þórir Níelsson
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir

Formaður leitaði afbrigða með að bæta við dagskrá, skýrslu landbúnaðar- og atvinnumálanefndar. Það var samþykkt.
Dagskrá:

1. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn fyrir fræðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu - 2001014
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar óskar eftir styrk til markaðssetningar á "Opinn dagur í Eyjafjarðarsveit" sem ætlunin er að halda tvisvar í ár. Óskað var eftir kr.300.000.- Nefndin samþykkir upphæðina að því gefnu að viðburðurinn verði haldinn tvisvar í ár þó svo hliðrun verði á tímasetningu frá því sem lagt var upp með.

2. Staða ferðaþjónustnnar í Eyjafjarðarsveit - 2005025
María Pálsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið fyrir hönd Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar en hún situr í stjórn þess. Ástandið vegna Covid leggst misbratt á ferðaþjónustufyrirtækin þar sem þau eru með fjölbreyttar nálganir tengda ferðaþjónustunni, mest er þó óvissan hjá þeim aðilum sem eingöngu eru með gistingu. Hún taldi ferðaþjónustuaðilana vera jákvæða enda mikil samheldni meðal þeirra og bjarstýni ríkir. Það er slagkraftur í félagsmönnum en félagið hyggst leggja mikla áherslu á markaðsherferð í sveitinni og er með margt á prjónunum varðandi hana.

3. Staða landbúnaðar í Eyjafjarðarsveit - 2005026
Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, mætti á fundinn undir þessum lið. Hann metur stöðu landbúnaðarins hér í sveit almennt góða; hér hefur stór hluti landbúnaðar verið tengdur nautgriparæktinni og staða mjólkurframleiðslunnar er ágæt. Þá eru fleiri búgreinar til staðar þó umsvif séu önnur og minni. Má þar nefna sauðfjárrækt, hrossarækt og tamningar, garðyrkju og svínarækt.
Varðandi framtíðarhorfurnar telur Sigurgeir að búgreinarnar haldi sér nokkuð og tilvera allrar framleiðslu styrki sveitarfélagið. Þá má ekki gleyma því að frumframleiðsla búgreinanna styður tilveru margra annarra starfa, einkum þjónustustarfa kringum afurðirnar. Hann horfir til ýmissa möguleika til framtíðar, einkum þá sem varða ræktun hvers konar. Þar má jafnframt horfa til aukinna tækifæra á úrvinnslu slíkra afurða með tilheyrandi aukinni verðmætasköpun. Nýting skógar fer að gera sig meira gildandi enda fleiri skógræktarsvæði í sveitinni að komast á aldur til afurðanýtingar einhvers konar.
Aldurssamsetning þeirra sem stunda hvers konar búskap hér í sveit er vel dreifð enda hefur orðið töluverð endurnýjun undangengin ár.

4. Risakusa í Eyjafjarðarsveit - 2005027
Hugmyndir hafa sprottið út frá verkefninu "Heilsársferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit" að útbúa risavaxna kú sem yrði kennileiti sveitarinnar. Verkefnið hefur fengið styrk úr aukaúthlutun sóknaráætlunar Norðurlands eystra til að hefja vinnu við það. Búið er að fá Beate Stormo til að hanna kúna og horft er til þess að nýta efnivið úr ónýtum heyvinnutækjum í "gripinn." Nefndin leggur til að sveitarfélagið verði verkefninu innan handar um staðsetningu kennileitisins.

5. Heilsársferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit - 2003021
Erindinu frestað til næsta fundar.

6. Ársskýrsla landbúnaðar- og atvinnumálanefndar 2019 - 2005029
Skýrslan nær yfir þau málefni sem fjallað var um í nefndinni á árinu 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

Getum við bætt efni síðunnar?