Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

35. fundur 30. september 2020 kl. 12:00 - 13:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Karl Jónsson
  • Tryggvi Jóhannsson
  • Sara Arnbro
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Þórir Níelsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir ritari

Dagskrá:

1. Heilsársferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit - 2003021
Farið var yfir verkefni sem sett voru upp í forgangsröðun tengt ferðamönnum og sent til Markaðsstofu Norðurlands í vor en verkefnalistinn varð til hjá vinnuhópi um heilsársferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit fyrr á þessu ári. Sveitarstjóri sagði frá mögulegum umsóknum í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Horft verður til að vinna áfram að Risakusuverkefninu auk þess að sækja um styrk til undirbúnings- og hönnunarvinnu tengt hjóla- og göngustígum ásamt áningastöðum hér í sveit.

2. Nýsköpunarstefna í Eyjafjarðarsveit - 2009026
Rætt var um nýsköpun og þá miklu áherslu sem hún fær í þjóðfélagsumræðunni í dag. Mikil gróska er víða í sveitarfélaginu en mikilvægt er að fá umræðu og fræðslu innan grasrótarinnar til að byggja nýsköpunarstefnu á. Stoðþjónusta er auk þess margs konar og til staðar á svæðinu þar sem væri hægt að sækja fræðslu og upplýsingar til. Umræða er til alls fyrst og með því að stefna saman þessum hópum fengist áhugaverð nýsköpunarumræða. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að leggja drög að nýsköpunarstefnu sveitarfélagsins til næstu ára.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00

Getum við bætt efni síðunnar?