Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

39. fundur 17. nóvember 2021 kl. 12:00 - 13:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Tryggvi Jóhannsson
  • Sara Elisabet Arnbro
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Þórir Níelsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2022 - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd - 2110051
Stefán Árnason sat fundinn undir þessum lið og fór yfir fjárhag nefndarinnar, rauntölur og horfur ársins 2021 ásamt áætlun komandi árs 2022. Einhver mál þarna eru utan ákvörðunar nefndarinnar og bundin samningum, s.s. Laugalandsskóli og fjallskil. Annars eru liðirnir svipaðir milli ára, þó horft til ætlaðra verðbreytinga/hækkana í áætlun ársisns 2022. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

2. Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar - 2110036
Farið var yfir búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar þar sem búið var að yfirfara breytingar tengdar tilvísunum í tilheyrandi lög og reglugerðir. Formanni var falið að kanna búfjársamþykktir annarra sveitarfélaga og nefndarfólki að meta hvort ætti að taka til fleiri þátta en nú þegar eru í slíkri samþykkt.

3. Vettvangsferð starfsmanna íþróttamiðstövar - 2111019
Nefndin ræddi um mikilvægi upplýsingagjafar til ferðamanna tengt þeim stöðum sem eru með alls konar þjónustu í boði í sveitarfélaginu auk annarra áhugaverðra staða. Nefndin leggur til að starfsfólk íþróttamiðstöðvar sem jafnframt sér um upplýsingagjöf til ferðafólks fari vettvangsferð um sveitarfélagið næsta vor til að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi og áhugaverðu staði sem eru víða í sveitarfélaginu. Leitast verði eftir samstarfi við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar tengt ferðinni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?