Menningarmálanefnd

139. fundur 18. maí 2011 kl. 14:48 - 14:48 Eldri-fundur

139 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 4. maí 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Helga H. Gunnlaugsdóttir og Leifur Guðmundsson.
Fundargerð ritaði:  Helga Gunnlaugsdóttir og Bryndís Símonardóttir.

Dagskrá:

1.  1103022 - Uppbygging búnaðarsögusafns að Saurbæ
 Stjórn Búnaðarsögufélagsins mætti á fundinn og kynnti hugmyndir félagsins að búnaðarsögusafni að Saurbæ.

   
2.  1104013 - Söfnun menningarminja
 Gunnar Jónsson mætti á fundinn og kynnti fyrir menningarmálanefnd mikið heimildarsafn sem hann hefur viðað að sér á allmörgum árum og varðar byggð, sögu og menningu í fyrrum Saurbæjarheppi. Heimildarsafn þetta er athyglisvert og vill nefndin styðja heils hugar við áframhald söfnunarinnar og leggur til að sveitarstjórn og menningarmálanefnd standi fyrir almennum fundi á haustdögum, þar sem Gunnar kynnir verkefnið fyrir íbúum sveitarfélagsins, sem með því gætu átt þess kost að leggja söfnuninni lið með ýmsum hætti.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:30

Getum við bætt efni síðunnar?