Menningarmálanefnd

142. fundur 17. nóvember 2011 kl. 11:30 - 11:30 Eldri-fundur

142 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 15. nóvember 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn  sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Auðrún Aðalsteinsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Guðrún Steingrímsdóttir mætti á fundinn undir liðnum fjárhagsáætlun og gerði grein fyrir verkefnum sem sneru að Smámunasafninu

Dagskrá:

1.  1111010 - Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012
 Sótt er um styrk til Snorraverkefnis sumarið 2012.
Menningarmálanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000-.
   

2.  1004001 - Beiðni um fjárstyrk vegna endurbóta við Saurbæjarkirkjugarð
 Sótt er um aukinn styrk vegna endurbóta við Saurbæjarkirkjugarð. Nefndin leggur til að veittur verði styrkur að upphæð 500 þús. kr.

   
3.  1111014 - Fjárhagsáætlun 2012
 Gerð var tillaga að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Komið er að prentun nýrra bæklinga fyrir Smámunasafn auk þýðingar, áætlaður kostnaður um 100 þús.kr. Einnig þarf að gera ráð fyrir ferðakostnaði vegna klasaverkefnis.
Nefndin leggur til að auk morgunopnunartíma sem nú eru á bókasafni þá verði gerð tilraun með opnunartíma þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 16-19 frá áramótum og til vors. Auk þess verði bætt við fjárveitingu til bókakaupa og kaupa á tímaritum og hljóðbókum.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:45

Getum við bætt efni síðunnar?