Menningarmálanefnd

143. fundur 04. júní 2012 kl. 13:09 - 13:09 Eldri-fundur

143. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2,  Skólatröð 9, þriðjudaginn 24. apríl 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Samúel Jóhannsson aðalmaður, Helga H. Gunnlaugsdóttir aðalmaður og Leifur Guðmundsson aðalmaður.
Fundargerð ritaði:  Helga Gunnlaugsdóttir, ritari.

Dagskrá:

1.  1009024 - Stefnumótun fyrir félagsheimilin
 ákveðið að halda hugarflugsfund fimmtudaginn 3.maí kl. 20:00 í Laugarborg, varðandi stefnumótun hússins. Bryndís boðar til fundarins.
   
2.  1104013 - Söfnun menningarminja
 Bryndís kynnti verkefni Hollvinafélags Búnaðarsögusafnsins, en fyrirhuguð er söfnun á ljósmyndum úr sveitarfélaginu í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri
   
3.  0803012 - Málefni bókasafns.
 Lenging opnunartíma Bóksafnsins rædd.
   
4.  1204013 - Kvikmynd um úlfármálið
 Vangaveltur um hvernig nota megi kvikmyndina um úlfármálið til sögulegrar kynningar fyrir sveitarfélagið
   
5.  1204014 - Opinn dagur hjá handverks- og listafólki
 Rætt um að fá handverks- og listamenn sveitarinnar til að hafa opið hús einn dag á árí.
   
6.  1204012 - Gamli bærinn öngulsstöðum
 Menningarmálanefnd telur verkefnið mjög verðugt og menningarsögulegt gildi gamla bæjarins ótvírætt. því hvetjum við sveitarstjórn til þess að veita verkefninu stuðning.
   
7.  1202017 - Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár. Jarða- og ábúendatal
 Lagt fram til kynningar. Menningarmálanefndin leggur til að ritið verði í það minnsta aðgengilegt á netinu.
   
8.  1111039 - ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins á Akureyri 2010
 Lögð fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00

Getum við bætt efni síðunnar?