Menningarmálanefnd

91. fundur 11. desember 2006 kl. 20:46 - 20:46 Eldri-fundur

91. fundur menningarmálanefndar 27. mars 2003.

Mætt voru: Björk Sigurðardóttir, Hulda Jónsóttir Ragnheiður Hreiðarsdóttir, María Gunnarsdóttir.

 

 

Dagskrá: Tónleikar 9. apríl

 

1. Tónleikar 9. apríl
Tónleikar með ólafi Kjartani Sigurðarsyni og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur verða 9. apríl og munu þau halda tvenna tónleika í Laugarborg fyrir nemendur Hrafnagilsskóla og svo konsert um kvöldið. áætlaður kostnaður vegna komu þeirra er:

Ferðakostnaður: 25.000 kr.
Tónleikar fyrir nemendur: 60.000 kr.
Konsert um kvöldið: 50.000 kr.
Leiga á Laugarborg: 14.000 kr.

Samtals: 149.000 kr.

áætlað er að selja inn á 1000 kr. og hafa kaffi og konfekt.

Auglýsingar varðandi konsertinn:
Auglýst verður í dagskránni sem kemur út í vikunni fyrir konsertinn (hálfsíðu auglýsing) og í laugardagspóstinum sem kemur út laugardaginn 5. apríl. þá verða hengdar nokkrar auglýsingar út í bæ.
Nefndarmenn hafa skipt með sér verkum.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?