92. fundur menningarmálanefndar 15. apríl 2003.
Dagskrá:
1. Bréf frá Karlakór Eyjafjarðar
2. Tónleikahald
3. önnur mál
Mætt voru: Björk Sigurðardóttir, Hulda Jónsóttir Ragnheiður Hreiðarsdóttir, María Gunnarsdóttir.
1. Bréf frá Karlakór Eyjafjarðar
Tekið var fyrir bréf Karlakórs Eyjafjarðar þar sem þeir fóru fram á styrkveitingu að upphæð 200 þús. vegna útgáfu geisladisks.
Nefndin ákvað að veita kórnum styrk að upphæð 150 þús.
2. Tónleikahald
Kvöldtónleikar með ólafi Kjartani Sigurðarsyni og Helgu Bryndísi sem áttu að vera 9. apríl féllu niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Nefndin ákvað í samráði við þau að hafa tónleika með þeim í haust. Tónleikarnir sem haldnir voru fyrir nemendur Hrafnagilsskóla tókust mjög vel og voru nefndarmenn á því að almenningur mætti ekki missa af þessum frábæru listamönnum.
3. önnur mál
Nefndarmenn eru spenntir fyrir því að skoða smámunasafn Sverris Hermannssonar og var ákveðið að finna tíma fyrir það fljótlega.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.