Menningarmálanefnd

95. fundur 11. desember 2006 kl. 20:48 - 20:48 Eldri-fundur

95. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 29. október 2003 kl. 16:00

Mætt voru: Hulda M. Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, María Gunnarsdóttir og Ingólfur Jóhannsson. Og auk þess mætti Margrét Aradóttir starfsmaður á bókasafni.

 


Dagskrá:

1. Málefni bókasafnsins

2. 1. des. hátíð

3. önnur mál

 

1. Málefni bókasafnsins

Margrét sem vinnur á bókasafni Eyjafjarðarsveitar kom á fundinn og ræddi um stöðu bókasafnsins, opnunartíma safnsins, útlán, hillurými og fleira. Opnunartíminn á fimmtudögum hefur verið lítið sóttur en ætlar hún að halda honum óbreyttum fram yfir áramót.

Vegna fyrirhugaðar rammaáætlunar þá vill menningarmálanefnd ásamt bókasafnsverði koma því á framfæri að tekið verði tillit til þess að hægt verði að kaupa hillur á bókasafnið sem áætlað að kosti um 400.000 kr. Brýn nauðsyn er að þetta verði skoðað því hilluplássið er nú þegar orðið yfirfullt! í framhaldi þarf að huga að kaupum á öðrum búnaði s.s sófa, sýningarskápa og fleira.

Farið var yfir yfirlit á rekstri bókasafnsins og nefndin gerði athugasemd við eftirfarandi: Fyrir hvaða hugbúnað var greitt 19.820,- kr. Og eins húsaleiga upp á 371.243,- kr. en hvorugur þessara liða var inn á áætlun.

ákveðið var að safnið kaupi ljósritunarvél á móti Hrafnagilsskóla og þessi peningur verði tekinn út af liðnum sem heitir viðhald verkfæra, áhalda og skrifstofuvéla. Bókasafnsvörður talaði um vöntun á geymslu fyrir bækur og viljum við beina því til sveitastjórnar að kannaður verði möguleiki á auknu geymslurými í Hrafnagilsskóla.

Margrét ætlar að halda aftur "kósí" kvöld á bókasafninu fyrir jólin þar sem hún fær e.t.v. höfunda og aðra góða lesara til að lesa úr nýjum bókum.( Margrét vék af fundi)


2. 1. des hátíð
ákveðið var að tala aftur við Guðrúnu Gunnars söngkonu og láta hana athuga hvort hún gæti komið með hljómsveit með sér þ.e. trommur-, bassa-, og píanóleikara. 

3. önnur mál 
a. ákveðið að menningarmálanefnd kaupi blóm í tilefni 15 ára afmælis Tónlistarskólans og afhendi þau á afmælistónleikunum sem haldnir verða 1. nóvember.

b. Menningarmálanefnd vill að sveitarstjórn ákveði hvort í framtíðinni, framlag til íslensku óperunnar verði tekið út af fjárveitingu menningarmálanefndar. Eins er mikilvægt að ákveða hvort greiða eigi ákveðna upphæð við hverja ferð óperunnar hingað norður eða fasta upphæð árlega.

 

 

Fundi slitið kl.17:35

Getum við bætt efni síðunnar?