96. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 20. nóvember 2003 kl. 16:00.
Mætt voru: Hulda M. Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, María Gunnarsdóttir Ingólfur Jóhannsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir.
Dagskrá:
1. 1. des. hátíð í Laugarborg
2. Starfsáætlun
1. 1. des. hátíð í Laugarborg
Staðfest var að Guðrún Gunnarsdóttir og hljómsveit komi og spili í tónlistarhúsinu í Laugarborg sunnudagskvöldið 30. nóvember kl. 20:30. Nefndarmenn skiptu með sér verkum til að gera þennan fyrsta sunnudag í aðventu sem hátíðlegastan fyrir sveitunga vora.
2. Starfsáætlun
Starfsáætlun fyrir árið 2004 var rædd og ákveðið að hittast aftur miðvikudaginn 3. desember og ganga endanlega frá henni.
Fundi slitið kl. 17:35