Menningarmálanefnd

98. fundur 11. desember 2006 kl. 20:49 - 20:49 Eldri-fundur

98. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðar 26. febrúar 2004  kl.16:00.
Mætt voru: Björk Sigurðardóttir, Ingólfur Jóhannsson, Ragnheiður Hreiðarsdóttir, María Gunnarsdóttir, Hulda M. Jónsdóttir og Bjarni sveitastjóri.

Dagskrá:
1. Starfsáætlun nefndarinnar
2. Framtíð bókasafnsins
3. Bréf frá Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni (frestað frá síðasta ári)
4. önnur mál

1. Starfsáætlun nefndarinnar
Rætt var um innra starf okkar s.s að stuðla að fjölbreyttari menningarviðburðum, vera vakandi yfir nýjum tækifærum sem auka nýtingu félagsheimilanna. ýmislegt rætt og m.a. hugmynd um að menningarmálanefnd og stjórn Freyvangsleikhússins myndu hittast og ræða saman einnig myndum við ræða við þá sem hafa með tónvinafélag Laugaborgar að gera. ákveðið var að Björk setti sig í samband við formenn þessara nefnda. Nefndin óskar eftir að verða upplýst um þá viðburði sem ekki koma inn á borð til hennar.

2. Framtíð bókasafnsins
ákveðið að fá Margréti bókasafnsvörð til þess tala við Hólmkel Hreinsson amtsbókasafnsvörð og ræða við hann um ýmsar hugmyndir varðandi bókasafns Eyjafjarðarsveitar.

3.  Bréf frá Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni (frestað frá síðasta ári)
ákveðið að styrkja Vilhjálm Inga Sigurðarson um 50.000 krónur. (Sjá fundargerð númer 94.)

4. önnur mál
4. a) Beiðni sveitastjórnar að menningarmálanefnd tilnefni einn fulltrúa úr sínum röðum í stjórn Smámunasafnsins.
ákveðið var að Ingólfur Jóhannsson taki sæti í stjórn Smámunasafnsins fyrir hönd

menningarmálanefndar.



Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?