Menningarmálanefnd

99. fundur 11. desember 2006 kl. 20:49 - 20:49 Eldri-fundur

99. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðar 10. júní 2004  kl. 17:00.

Mætt voru:  Björk Sigurðardóttir, Ingólfur Jóhannsson, Ragnheiður Hreiðarsdóttir og María Gunnarsdóttir.

 

 

Dagskrá:
1. Kvöldvaka handverkshátíðar
2. Framtíð bókasafnsins
3. Tilnefning í vinnuhóp um Tónlistarhúsið  Laugarborg

 

1.  Bréf barst frá formanni sýningarstjórnar Handverkshátíðar að menningarmálanefnd taki að sér kvöldvöku handverkshátíðar.  ákveðið var að tala við hljómsveitina "Hund í óskilum" og  fá Helga þórsson til að vera  kynni og vera einnig með atriði sjálfur.  Ingólfur Jóhannsson ætlar að spila í byrjun kvöldvökunnar þegar fólk er að koma inn í tjaldið.


2. Farið var yfir greinagerð frá bókasafnsverði um framtíð bókasafnsins.  Mikið var rætt og mörg sjónarmið komu fram og því ákveðið að fresta þessu máli fram til haustsins.

 

3. Bréf barst frá sveitastjóra um að menningarmálanefnd tilnefni tvo fulltrúa í vinnuhóp um Tónlistarhúsið Laugarborg.  ákveðið var að Ingólfur Jóhannsson taki annað sætið og nefndin fari þess á leit við Karlakór Eyjafarðar að þeir tilnefni einn úr sínum röðum í hitt sætið.

 


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?