Menningarmálanefnd

149. fundur 06. mars 2013 kl. 14:00 - 14:00 Eldri-fundur

149. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 5. mars 2013 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Leifur Guðmundsson, Valgerður Guðrún Schiöth og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1302004 - Staða umsjónarmanns Smámunasafnsins
 Sex umsækjendur eru um starf umsjónarmanns Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Formanni og sveitarstjóra falið að taka viðtöl við umsækjendur.
   
2.  1209022 - Merking eyðibýla
 Rætt var um merkingar eyðibýla og til að byrja með telur nefndin aðalatriði að merkja þau býli sem eru nálægt þjóðvegi, þ.e.a.s. merkið verði við þjóðveginn. Sveitarstjóra falið að afla þeirra gagna sem fyrir liggja í kortagrunnum.
   
3.  1302006 - Gjaldskrá félagsheimila 2013
 Gerð var lítilsháttar leiðrétting á tillögu að gjaldskrá.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?