101. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 13. október 2004 kl. 17:00.
Mætt voru: Björk Sigurðardóttir, Ragnheiður Hreiðarsdóttir og María Gunnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Eyvindur
2. 1. des. hátíð menningarmálanefndar sem haldin er 5. desember
3. Styrkur til Freyvangsleikhússins
4. Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
1. Eyvindur
Vegna leyfis Hannesar Blandon þá vantar mann í ritnefnd Eyvindar. Fundurinn ákvað að tala við Hannes og biðja hann að vera með í ritnefndinni þangað til hann færi og hann myndi hjálpa til að finna eftirmann sinn.
2. 1. des. hátíð menningarmálanefndar sem haldin er 5. desember
ákveðið var að hafa forsölu á miðum á tónleika Borgardætra sem verða í Laugarborg 5. des. Miðarnir verða seldir í Jólagarðinum föstudaginn 3. des.og laugardeginum 4. des. ákveðið var að kaupa heilsíðuauglýsingu í Dagskránni og kanna kostnað við plakat.
3. Styrkur til Freyvangsleikhússins
þau mistök urðu á síðasta ári að greiðsla sem Freyvangsleikhúsið átti inni hjá menningarmálanefnd vegna skemmtunar á handverkssýningu 2003 hefur enn ekki verið greidd. Haft verður samband við formann Freyvangsleikhússins þar af lútandi og verða þessi mistök leiðrétt um leið og reikningur berst. Einnig fær Freyvangsleikhúsið styrk eins og undanfarin ár og nemur sú upphæð nú 350.000. Nefndin mun senda formanni Freyvangsleikhússins bréf varðandi þetta.
4. Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Oft hafa málefni bókasafnsins borið á góma hjá menningarmálanefnd. Nefndin leggur til að sveitastjórn kanni að bókasafn Eyjafjarðarsveitar verði þróað í þá átt að eflast sem skólabókasafn. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt fram á að notkun almennings bókasafnsins er hverfandi. Sá hópur sem helst hefur nýtt sér þessa þjónustu er félag eldriborgara og mætti vel hugsa sér að þau kæmi sér upp pöntunarþjónustu við Amtbókasafnið. Amtbókasafnið er vel útbúið bókasafn og erfitt fyrir bókasafn Eyjafjarðarsveitar að standast þann samanburð.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.18:30