Menningarmálanefnd

109. fundur 11. desember 2006 kl. 20:54 - 20:54 Eldri-fundur

109. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarsveitar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 31. okt.  kl. 20.00.

Mætt voru: Einar Gíslason, þórdís Karlsdóttir, Hrafnhildur Vigfúsdóttir,  María Gunnarsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.1. Málefni Eyvindar
ákveðið var að skipa  í ritnefnd Eyvindar eftirtalda: önnu Bryndísi Sigurðardóttur Hrafnagili, Pál Ingvarsson í Reykhúsum, Benjamín Baldursson Ytri-Tjörnum og séra Hannes Blandon Syðra Laugalandi. Menningarmálanefnd þakkar  þeim kærlega fyrir og óskum þeim velfarnaðrar.

2. Styrkbeiðni Guðrúnar Steingrímsdóttur vegna sýningar í Frakklandi.
ákveðið var að styrkja Guðrúnu Steingrímsdóttur um kr. 80.000 vegna þátttöku hennar á handverkshátíð í Normandí í Frakklandi.

3. Fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2007
ákveðið var að formaður menningarmálanefndar Einar Gíslason vinni forvinnu vegna fjárhagsáætlunar með starfsmanni sveitarinnar og leggi síðan fyrir nefndina þá vinnu og hún síðan samþykki eða geri einhverjar breytingar ef þarf. 

4. Desemberskemmtun
ákveðið var að hafa desemberskemmtun í formi sagna og ljóða og notalegheita  sunnudagskvöldið 3. desember.  Enn er ekki ákveðið hvar þessi skemmtun á að vera  en það verður fljótlega og þá útlistað nánar hvað verður í boði. 


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?