Menningarmálanefnd

154. fundur 13. júní 2014 kl. 14:50 - 14:50 Eldri-fundur

154. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  Háaborg, miðvikudaginn 7. maí 2014 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Leifur Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Bryndís Símonardóttir, formaður.

Dagskrá:

1.     1404017 - Umsókn um afnot af húsnæði
Fundarmenn voru sammála um það að brýnt væri að losa innréttingar úr gamla eldhúsinu í skólanum, svo sá salur gæti nýst betur þeim sem nú hafa af því afnot. Hvað varðar norðurherbergið eru fleiri sem áhuga hafa á að nýta það og verður ákveðið síðar hvernig því verður ráðstafað.
         
2.     1209022 - Merking eyðibýla
ákveðið var að velja nöfn á 5 skilti að þessu sinni. það eru nöfnin Guðrúnarstaðir, Nýibær, Kolgrímastaðir, Holt og Miðhús.
        
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30



Getum við bætt efni síðunnar?