Menningarmálanefnd

156. fundur 02. október 2014 kl. 08:27 - 08:27 Eldri-fundur

156. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 30. september 2014 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, Ásta Sighvats Ólafsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Rósa M. Húnadóttir, .

Dagskrá:

1. 1409016 - Samningur við Tónvinafélag Laugaborgar um rekstur tónleikahalds
Erindi barst frá Þórarni Stefánssyni, fyrir hönd Tónvinafélags Laugaborgar með ósk um styrk fyrir tónleikahaldi á árunum 2015-2017. Fyrst er að skoða hvert hlutverk Laugaborgar verður. Þörf er á stefnumótandi vinnu sem stendur til að fara í á næstu mánuðum. Ekki er hægt að verða við erindinu að svo stöddu.

2. 1409017 - Smámunasafn - rekstur
Rósa Margrét Húnadóttir tekur að sér fyrir hönd nefndarinnar að afla gagna um rekstur og fyrirkomulag Smámunasafnsins með það fyrir augum að koma með tillögur að úrbótum.

3. 1409033 - Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar 2015
Staða fjárhagsáætlunar 2014 var lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:51


Getum við bætt efni síðunnar?