Menningarmálanefnd

157. fundur 17. nóvember 2014 kl. 08:58 - 08:58 Eldri-fundur

157. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 12. nóvember 2014 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Samúel Jóhannsson varamaður.
Fundargerð ritaði: Rósa Margrét Húnadóttir.

Samúel Jóhannsson hefur tímabunið tekið sæti Ástu Sighvats Ólafsdóttur í menningamálanefnd.

Dagskrá:

1. 1410021 - Umsókn um styrk v. ábúenda- og jarðatals Stefáns Aðallsteinssonar - Sögufélag Eyfirðinga
Sögufélag Eyfirðingar óskar eftir stuðningi Eyjafjarðarsveitar við útgáfu ábúenda- og jarðatals Stefáns Aðalsteinssonar.
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015.

2. 1411016 - Kvenfélagið Hjálpin - Styrkumsókn
Kvenfélagið Hjálpin sækir um 300.000 kr. styrk til útgáfu bókar í tilefni af 100 ára afmæli félagsins þann 25. október s.l.
Styrkumsóknin er samþykkt einróma.

3. 1409033 - Fjárhagsáætlun 2015 - menningarmálanefndar
Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar fyrir árið 2015 er samþykkt samkvæmt rammafjárveitingu að upphæð 35.748.000 kr.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:09

 

Getum við bætt efni síðunnar?