Menningarmálanefnd

161. fundur 28. október 2015 kl. 08:12 - 08:12 Eldri-fundur

161. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 27. október 2015 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, Leifur Guðmundsson varamaður, Elsa Sigmundsdóttir varamaður og Samúel Jóhannsson varamaður.
Fundargerð ritaði: Bryndís Símonardóttir formaður.

Dagskrá:

1. 1510017 - 1. desember 2015
Hátíðahöldin 1. desember eru í undirbúning hjá nefnd og miðar vel áfram.

2. 1510024 - Drög að samningi við Búsögu
Menningarmálanefnd er hlynnt því að Búsaga fái afnot af Saurbæ og lýsir yfir ánægju sinni með þá niðurstöðu.

3. 1508010 - Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit - ósk um breytingar í Laugarborg
Beiðni kvenfélagskvenna samræmist algjörlega hugmyndum menningarmálanefndar um framtíðarhlutverk Laugarborgar.

4. 1510015 - Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar 2015
Menningarmálanefnd tekur ákvörðun um að ýmsir styrkir og framlög v/ félagsmála verði 500 þúsund, (liður 91.90). Fjárhagsáætlun samþykkt.

5. 1510016 - Starfsáætlun menningarmálanefndar
Menningarmálanefnd tekur ákvörðun um að fresta þessum lið til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.15

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?