Menningarmálanefnd

165. fundur 11. október 2017 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur

165. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 10. október 2017 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, formaður, Rósa Margrét Húnadóttir, aðalmaður, Benjamín Baldursson, aðalmaður, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, aðalmaður, Elsa Sigmundsdóttir, varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Stefán Árnason, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Rósa Margrét Húnadóttir Ritari.

Elsa Sigmundsdóttir mætir á fundinn sem varamaður fyrir Elvu Díönu, sem var fjarverandi.
Dagskrá:

1. Menningarmálanefnd - Fjárhagsáætlun 2018 - 1710001
Stefán leggur ramma fjárhagsáætlunar fyrir nefndina. Fjárhagsáætlun 2018 verði tilbúin í lok nóvember.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

2. Aðalsteinn Þórsson - Styrkumsókn - 1703004
Menningarmálanefnd leggur til að Aðalsteinn Þórsson fái styrk að upphæð kr. 70.000,- eins og hann hefur óskað eftir.

3. Minjastofnun - Skráning menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum fyrir 1. júní 2017 - 1701013
Bréf frá Minjastofnun lagt fram til kynningar fyrir nefndina.

4. Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar - Umsókn um styrk vegna leigu á húsnæði fyrir þorrablót 2018 - 1705019
Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum frá þorrablótsnefnd. Málinu frestað til næsta fundar.

5. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Skráningamál og Sarpur - 1710010
Nefndin ákveður að óska eftir að Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður á Minjasafninu á Akureyri komi til að kynna Sarp fyrir menningarmálanefnd og safnstýrum. Í framhaldi af því verður fjallað áfram um málið jafnhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:15

Getum við bætt efni síðunnar?