Menningarmálanefnd

171. fundur 20. nóvember 2018 kl. 09:09 - 09:09 Eldri-fundur

171. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 19. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Rósa Margrét Húnadóttir, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Guðmundur Ingi Geirsson, Hans Rúnar Snorrason, Helga Berglind Hreinsdóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir .

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2019 - Menningarmálanefnd - 1810041
Stefán fór yfir fjárhagsáætlun, stöðuna í dag og áætlun fyrir árið 2019. Nefndin samþykkir áætlunina.

2. Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar - 1811003
Finnur kynnti drög að nýrri heimasíðu, lagt fram til kynningar.

3. Sögufélag Eyfirðinga - Umsókn um styrk vegna ábúenda- og jarðartals Stefáns Aðalsteinssonar - 1804009
Menningarmálanefnd tekur vel í erindið en óskar eftir að sjá sýnishorn af ritinu fyrir endanlega afgreiðslu.

4. Jóel Ingi Sæmundsson - Styrkumsókn fyrir verkefni 2019, landsbyggðarleikhús. - 1809015
Þar sem blómlegt menningar- og leiklistarstarf er í sveitinni og nágrenni telur menningarmálanefnd ekki þörf á að styrkja þetta annars ágæta verkefni. Beiðni því hafnað.

5. Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar - Styrkbeiðni 2019 - 1811019
Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að styrkja þorrablótsnefnd vegna veitinga. Beiðninni hafnað.

6. 1. des. hátíð 2018 - 1811010
Dagsskrá 1. desember hátíðar kynnt.

7. Eyvindur 2018 - 1811011
Arnbjörg kynnti gang mála varðandi útgáfu Eyvindar sem er í góðum farvegi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Getum við bætt efni síðunnar?