Menningarmálanefnd

175. fundur 13. júní 2019 kl. 07:41 - 07:41 Eldri-fundur

175. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 12. júní 2019 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Rósa Margrét Húnadóttir, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Hans Rúnar Snorrason, Helga Berglind Hreinsdóttir og Benjamín Baldursson.
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir Ritari.

Dagskrá:

1. Handraðinn - Stofa gamla húsmæðraskólans að Laugalandi og munir hans - 1904015
Menningarmálanefnd er jákvæð í garð þess að Handraðinn taki að sér forvörslu þeirra muna sem um er rætt en vísar erindinu að öðru leiti til sveitarstjórnar.

2. Styrkumsókn - Sesselía Ólafsdóttir f.h. Nykur Media og Callow Youth Produtctions Ltd. - 1906002
Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að styrkja þetta verkefni.

3. Salarleiga - verðskrá - 1904002
Menningarmálanefnd samþykkir nýja verðskrá fyrir Laugarborg. Einnig kallar nefndin eftir nánari skilgreiningu á tímaramma fyrir útleigu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?