Menningarmálanefnd

176. fundur 10. október 2019 kl. 16:30 - 17:15 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Guðmundur Ingi Geirsson
  • Helga Berglind Hreinsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir Ritari

 

Dagskrá:

 

1. Þjóðháttafélagið Handraðinn - Kynning á félaginu og sýning á flestum búningum - 1909038

Menningarmálanefnd er jákvæð fyrir því að Handraðinn komi að hátíð 1. desember. Formaður skoðar málið frekar. 

 

2. Handraðinn - Ósk um styrk - 1909039

Menningarmálanefnd tekur vel í erindið og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja styrkbeiðnina. 

 

3. Eyvindur 2019 - 1910021

Arnbjörg fór yfir stöðu mála og það stefnir í þykkan Eyvind í ár. 

 

4. 1. des. hátíð 2019 - 1910020

Rósa og Guðmundur verða áfram í undirbúningsnefnd fyrir 1. des. hátíðarhöld en kalla fleiri til ef þurfa þykir. 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?