Menningarmálanefnd

179. fundur 11. maí 2020 kl. 16:00 - 17:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Guðmundur Ingi Geirsson
  • Helga Berglind Hreinsdóttir
  • Jón Tómas Einarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir ritari

Sveitarstjóri gerir grein fyrir að númer fundar er 179 en var ranglega númeraður og boðaður sem fundur nr. 180 í fundarboði.
Dagskrá:

1. Menningarmálanefnd - Málefni bókasafns Eyjafjarðarsveitar - 2003010

Gestir
Margrét Aradóttir - 16:00
Margrét Aradóttir bókasafnsvörður mætti á fundinn og málefni safnsins rædd. Meðal annars um sumaropnun a.m.k. einu sinni í viku. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að safnið verði opið og mætti tengja það sumarstörfum ungmenna. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid 19 mætti ætla að meira verði um íslenska ferðamenn og einnig gott að auka þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Samþykkt

2. Samráðsfundir sveitarstjórnar og nefnda - 1909010
Frestað þar til sveitarstjórn boðar nefnd á sinn fund.
Samþykkt

3. Menningarmálanefnd - Skýrsla formanns fyrir árið 2019 - 2003011
Formaður fór yfir skýrslu ársins 2019.
Samþykkt

4. Menningarmálanefnd - Lýsandi undirheiti fyrir Laugarborg - 2003012
Notkun Laugarborgar rædd og leggjum til að undirheiti hússins verði "Viðburðarhús"
Samþykkt

5. Listaskálinn á Brúnum - Styrkbeiðni - 2004016
Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að veita styrk á þessum forsendum. Erindi hafnað.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?