Menningarmálanefnd

181. fundur 13. nóvember 2020 kl. 11:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Guðmundur Ingi Geirsson
  • Helga Berglind Hreinsdóttir
  • Jón Tómas Einarsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2021 - Menningarmálanefnd - 2010023
Stefán fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins hvað varðar menningarmálanefnd. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að viðaukum fyrir árið 2020 og samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Erindi frá safnsýru Smámunasafns Sverris Hermannssonar samþykkt með 40% starfshlutfalli enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Samþykkt

2. 1. des. hátíð 2020 - 2011006
Nefndin telur að vegna ástands í þjóðfélaginu og þeirra fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna Covid 19, sé ekki forsvaranlegt að halda hátíðarhöldum til streitu og aflýsir því fyrirhugaðri 1. des. hátíð þetta árið.
Samþykkt

3. Lamb Inn og Fimbul cafe - Aðventutónleikar - 2009007
Nefndin samþykkir að ef aðstæður breytist og af tónleikum verði, verði leiga í Laugarborg felld niður í tvö skipti.
Samþykkt

4. Fyrrum starfsmenn Dags á Akureyri - Ósk um styrk til útgáfu bókar um sögu dagblaðsins Dags á Akureyri - 2008018
Erindi hefur formlega verið dregið til baka.
Samþykkt

Getum við bætt efni síðunnar?