Dagskrá:
1. Verklagsregur fyrir úthlutun styrkja - 2102015
Erindi frestað til næsta fundar.
Frestað
2. Hugmyndir að breyttum opnunartíma Bókasafns Eyjafjarðarsveitar - 2104030
Menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að opnunartímar bókasafns séu eftirfarandi frá og með 1. september:
Þriðjudagar og miðvikudagar kl. 14-17
fimmtudagar kl. 14-18 og
föstudagar kl.14-16
Að auki verði sérstök opnun fyrir skólann. Nefndin leggur áherslu á að kynning á þjónustu bókasafnsins sé góð.
Samþykkt
3. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn vegna heimildamyndargerðar - 2104033
Mennigarmálanefnd samþykkir að styrkja Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar um 100.000 kr. til gerðar á heimildamynd.
Samþykkt
4. Hælið ehf. - Styrkumsókn fyrir viðburðaröð - 2104036
Mennignarmálanefnd hafnar styrkumsókninni og telur hana ekki rúmast innan þess ramma sem nefndin hefur sett sér.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30