Menningarmálanefnd

187. fundur 16. nóvember 2021 kl. 15:30 - 16:35 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Helga Berglind Hreinsdóttir
  • Jón Tómas Einarsson
  • Benjamín Baldursson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2022 - Menningarmálanefnd - 2110052
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsramma.

2. Þorrablótsnefnd Eyjafjarðar - Styrkumsókn fyrir þorrablót 2021 - 2110044
Menningarmálanefnd samþykkir að styrkja þorrablótsnefnd að andvirði leigu íþróttahúss.
Samþykkt

3. Menningarmálanefnd - Hátíðardagskrá 1. des. 2021 - 2110013
Vegna aðstæðna þ.e. fjölda covidsmita í samfélaginu, ákveður Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar að aflýsa hátíðarhöldum 1. desember. Fjármunum sem áætlaðir voru í hátíðarhöldin verður ráðstafað í menningarstyrki.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35

 

Getum við bætt efni síðunnar?