Menningarmálanefnd

112. fundur 11. janúar 2007 kl. 00:54 - 00:54 Eldri-fundur

Menningarmálanefnd 112. fundur

112. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarsveitar að Syðra-Laugalandi laugardaginn 6. janúar 2007.  kl. 11.00.

Mætt voru: Einar Gíslason, Þórdís Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.  Einnig sat Jóhanna Kjartansdóttir  húsvörður Laugaborgar þennan fund að hluta.



Dagskrá:

1. Gjaldskrá Félagsheimila:   Rætt var við Jóhönnu og gjaldskrá félagsheimilanna  rædd.  Þessi gjaldskrá hefur verið söm frá því árið 1998.  Nefndin ákvað að leggjast yfir þetta og útbúa nýja gjaldskrá sem hún leggur síðan fyrir sveitastjórn. 

2. Eftirfarandi fjárveitingar fyrir árið 2006 hafa verið samþykktar sem hér segir:   Karlakór :  kr. 100.000.  Freyvangsleikhúsið kr. 300.000.  Desembersamkoma 60.000.  Styrkur til Guðrúnar Steingrímsdóttur kr. 80.000.  Styrkur til Helga og hljóðfæraleikaranna vegna myndbandsgerðar kr. 100.000.  Styrkur til Laugaborgar vegna kaupa á hljóðkerfi kr. 500.000.  Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00.

Getum við bætt efni síðunnar?