Menningarmálanefnd

114. fundur 18. apríl 2007 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur
114. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. apríl. 2007. kl. 16.30.
Mætt voru: Einar Gíslason, þórdís Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir. Hrafnhildur Vigfúsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.

Dagskrá:

1. Málefni "Eyvindar."
ákveðið að greiða ritnefnd “Eyvindar” 180.000 krónur fyrir árið 2006 og fær hún bestu þakkir fyrir vel unnin störf og skemmtilegt blað.
2. Styrkbeiðni
Fjallað var um styrkbeiðni þorsteins Gíslasonar og önnu Bryndísar Sigurðardóttur að upphæð kr. 150.000 til útgáfu og kynningarmála nýs gallerís sem ber nafnið Víðátta 601. Menningarmálanefnd líst vel á þessa hugmynd og ákvað að leggja málefninu líð þegar starfsemin fer af stað.
3. Fulltrúar í stjórn Smámunasafnsins.
Rætt var um myndun stjórnar Smámunasafnsins.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:00.
Getum við bætt efni síðunnar?