Menningarmálanefnd

115. fundur 07. september 2007 kl. 11:14 - 11:14 Eldri-fundur
114. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 28. ágúst. 2007. kl. 17:00
Mætt voru: Einar Gíslason, þórdís Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir. Hrafnhildur Vigfúsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.

Dagskrá:

1. Styrkbeiðnir
2. Erindi frá Margréti bókasafnsverði
3. útgáfa Eyvinds
4. Vetrarstarf
5. Merking sögustaða
6. Hljóðfærakaup fyrir Laugarborg.

1. Menningarmálanefnd ákvað að styrkja eftirfarandi: Styrkur til kvöldvöku hátíðarinnar "Uppskera og handverk" sem haldin var í Laugarborg 11. ágúst að upphæð 150.000kr. og "Galleríðið Víðatta 601" að upphæð 150.000 kr. Nefndin ákvað að fresta afgreiðslu Sögufélags Eyjafirðinga til næsta fundar.

2. Menningarmálanefnd vill beina erindi Margrétar Aradóttur frá Bókasafni Eyjafjarðar til sveitasjtórnar. þar sem þörf er á aukafjárveitingu til skráningar safnsins í Gegni gagnagrunn. Mælir nefndin eindregið með því að það verði samþykkt.

3. Rætt var um málefni "Eyvindar" og meðal annars að gefa hann út í lit.

4. Vetrarstarfið aðeins rætt , merking sögustaða og hljóðfærakaup í Laugarborg.

ákveðið var að halda næsta fund miðvikudaginn 12. september kl. 20:30 hér á Syðra- Laugarlandi og fá ritnefnd "Eyvindar" með á þann fund.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:45




Getum við bætt efni síðunnar?