117. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi miðvikudagskvöldið 3 október. 2007. kl. 20:30
Mætt voru: Einar Gíslason, þórdís Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir og Ingólfur Jóhannsson. Einnig sátu fundinn þorsteinn Gíslason og Anna Bryndís Sigurðardóttir sem koma að kvöldvöku 30 nóv.
Dagskrá:
1. Kvöldvaka 30 nóv.
2. Fyrirspurn frá kvennfélaginu öldunni Voröld um húsreglur félagsheimila.
• Rætt var um fyrirkomulag kvöldvöku 30 nóvember og fól nefndin þeim önnu og þorsteini umsjón með henni.
• Fyrirspurn barst frá kvennfélaginu öldunni Voröld um húsreglur félagsheimila. Nefndin ræddi málin og ákvað að afla sér upplýsinga um tilhögun og frágang í sambærilegum húsum.
• ákveðið var að hafa fund með stjórn Freyvangsleikhússins miðvikudaginn 17. október næstkomandi kl. 20:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:30