Menningarmálanefnd

123. fundur 06. mars 2008 kl. 12:47 - 12:47 Eldri-fundur
123. fundur menningarmálafundur haldinn á Brúnum miðvikudaginn 5. Mars kl. 20:00
Mætt voru: þórdís Karlsdóttir, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, María Gunnarsdóttir og Einar Gíslason.

Dagskrá:

1. Tillaga að stofnun menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar
Reglur fyrir Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar og er eign Eyjafjarðarsveitar.
2. gr.
Tilgangur sjóðsins er:
Að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit.
Að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit.
Að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni.
Að gera tillögu um kaup og viðhald á útilistaverkum.
Að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni.
3. gr.
árlegar tekjur sjóðsins eru framlag frá sveitarstjórn samkvæmt fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar hverju sinni og gjafir sem sjóðnum kunna að berast.
4. gr.
Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar fer með stjórn sjóðsins.
Nefndin getur skipað starfsnefndir um einstök atriði sbr. 2. Grein.
Endurskoðaða reikninga sjóðsins skal birta árlega með reikningum sveitarinnar.
5. gr.
Til að hljóta greiðslu úr sjóðnum þarf viðkomandi að hafa lögheimili í Eyjafjarðarsveit eða
hafi haft þar lögheimili á síðastliðnum tveimur árum og þá hið minnsta í tvö ár samfellt.
6. gr.
Menningarnefnd áskilur sér rétt til að styrkþegar leyfi íbúum Eyjafjarðarsveitar að njóta listar sinnar a.m.k. einu sinni á því ári sem hann hlýtur styrkinn sveitinni að kostnaðarlausu, t.d. með sýningar- eða tónleikahaldi, samstarfi við félög sveitarinnar, skóla, eldri borgara og/eða aðra listamenn.
í umsókninni skal koma fram á hvern hátt listamaðurinn hugsi sér að láta Eyjafjarðarsveit njóta listar sinnar.
Menningarnefnd útvegar viðeigandi húsnæði til listviðburða ef þörf er á, styrkþega að
kostnaðarlausu. Standi styrkþegi ekki við þetta ákvæði skal hann endurgreiða styrkinn.
7. gr.
Nefndin skal auglýsa eftir umsóknum á heimasíðu sveitarinnar og öðrum þeim miðlum
sem hún ákveður hverju sinni. Umsóknum skal skilað til menningarmálanefndar hálfum mánuði fyrir auglýstan úthlutunardag sem er 1. apríl og 1. Nóvember ár hvert.
8. gr.
Menningarnefnd ákveður hverju sinni fjölda styrkþega og miðar styrkupphæðir við
fjármagnsgetu sjóðsins hverju sinni.
Reglugerð þessi tekur gildi með staðfestingu sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar ?????.
Nefndin samþykkir tilllöguna og beinir því til sveitastjórnar að menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar verði stofnaður og ákveður menningarmálnefnd fjárframlög til sjóðsins hverju sinni samkvæmt fjárlögum hvers árs.


2. Málefni bókasafns.
Málefni bókasafns voru rædd og kynntar voru tillögur Margrétar bókasafnsvarðar um framtíð og stefnumótun fyrir safnið. Nefndin ákvað að styrkja bókasafnið til kaupa á tveimur bókarekkum samkvæmt tilboði frá þjónustumiðstöð bókasafna.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:00



Getum við bætt efni síðunnar?