Menningarmálanefnd

124. fundur 15. maí 2008 kl. 09:08 - 09:08 Eldri-fundur
124. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, laugardaginn 29. mars 2008 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu:
Einar Gíslason, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Ingólfur Jóhannsson, þórdís Karlsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Einar Gíslason , formaður


Dagskrá:

1.    0803055 - Sóknarnefnd Munkaþverárkirkju sækir um styrk til prentunar á söguskilti.
Nefndin ákvað að styrkja verkefnið um kr. 300.000


2.    0803054 - Styrkumsókn vegna víðavangssýningar " staðfugl-farfugl" sumarið 2008.
Nefndin ákvað að styrkja verkefnið um kr. 300.000


3.    0803031 - Freyvangsleikhúsið sækir um styrk úr Menningarsjóði Eyjafjarðarsveitar.
Nefndin ákvað að styrkja Freyvangsleikhúsið um kr. 300.000


4.    0803030 - Logi óttarsson og Hólmgeir Sigurgeirsson sækja um styrk til Menningarmálanefndar vegna gerðar heimildarmyndar.
Umsókn hafnað að sinni en nefndin óskar eftir ýtarlegri upplýsingum um heildarkostnað við verkefnið.


5.    0801031 - Gallerí Víðátta sækir um styrk fyrir starfsemi ársins 2008
Umsókn hafnað að sinni en óskað eftir nánari upplýsingum um verkefnin.


6.    0706001 - Umsókn um styrk v/útgáfu niðjatals.
Umsókn hafnað.


7.    0802029 - Karlakór Eyjafjarðar sækir um styrk.
Nefndin ákvað að styrkja karlakórinn um kr.100.000 .-


8.    0803053 - Boð SagaZ um kaup á auglýsingum og kynningarefni í ritverkinu ísland, atvinnulíf og menning.
Nefndin hafnar erindinu.


9.    0803006 - Skipan vinnuhóps / Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.
Nefndin tilnefnir þórdísi Karlsdóttur fulltrúa í nefndina.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   11:55
Getum við bætt efni síðunnar?