Menningarmálanefnd

126. fundur 19. september 2008 kl. 10:51 - 10:51 Eldri-fundur
126. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 17. september 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Einar Gíslason, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Ingólfur Jóhannsson, María Gunnarsdóttir,

Fundargerð ritaði:  María Gunnarsdóttir ,


Dagskrá:

1.    0809018 - Menningarsjórður Eyjafjarðarsveitar - úthlutun haust 2008
Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar. ákveðið var að auglýsa eftir umsóknum um styrkveitingar úr Menningarsjóði Eyjafjarðarsveitar fyrir 1. nóvember.


2.    0809017 - Safnamál í Sólgarði
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur í þeim tilgangi að vinna að safnamálum sveitarinnar og þá sérstaklega að stofnun búnaðarsögusafns Eyjafjarðar. Nefndin leggur til að sveitastjórn skipi tvo menn í þennan vinnuhóp og mennngarmálanefnd einn.


3.    0809016 - Dagskrá vetrarins 2008-2009
Nefndin ræddi um fyrirhugaða dagskrá vetrarins og margar hugmyndir komu til greina sem nefndin ætlar að skoða nánar.


4.    0809008 - ósk um aðkomu að stofnun Menningarfélagins Hofs ses
Formaður kynnti nefndarmönnum bréf um stofnun menningarfélagsins Hofs ses. Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að leggja fram stofnframlag að upphæð 100.000 kr.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:15
Getum við bætt efni síðunnar?