Menningarmálanefnd

133. fundur 30. september 2010 kl. 09:59 - 09:59 Eldri-fundur

133 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á fundarstað 1, laugardaginn 25. september 2010 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson og Helga H. Gunnlaugsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Bryndís Símonardóttir, formaður.

Fundurinn var haldinn á öngulsstöðum

Dagskrá:

1.  1009019 - Húsminjar á öngulsstöðum
Jóhannes Geir Sigurgeirsson og kona hans Ragnheiður ólafsdóttir tóku á móti okkur og sýndu okkur elsta íbúðarhús staðarins, en það er talið vera frá 1830 til 1860, ekki er alveg vitað fyrir víst hvenær á tímabilinu það var byggt. Viðbyggingar við elstu byggingarnar eru einnig komnar til ára sinna. á óvart kom hve heillegt húsið er og hve mikið er til af gömlum munum og verkfærum frá sama tíma og jafnvel fyrr.
þau hjón hafa unnið mikið starf við að þrífa og bæta húsið að innan, en mikið er eftir enn. þau hafa hug á að gera úr því lifandi safn þar sem staðurinn og safngripirnir veiti umgjörð um félagslegar uppákomur í anda hússins. Hólmgeir Snædal byggingameistari hefur skoðað húsið í krók og kring og gert úttekt á því sem hann telur þurfa að lagfæra og byggja upp.
Húsfriðunarnefnd hefur styrkt uppbygginguna lítilsháttar, en betur má ef duga skal. 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   12:15

Getum við bætt efni síðunnar?