Menningarmálanefnd

134. fundur 30. september 2010 kl. 10:04 - 10:04 Eldri-fundur

134 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 29. september 2010 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Leifur Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Helga Gunnlaugsdóttir, ritari.

Dagskrá:

1.  1007007 - Byssusafn til varðveislu í Smámunasafni
Brýnasta verkefnið nú varðandi byssusafnið er að gera þær óvirkar og tryggja varðveislu þeirra. Formaður tekur það sér að útvega menn til verksins, skrá þær og tilkynna geymslustað þeirra til sýslumanns.
ákveðið að taka byssusafnið inn í stefnumótun safna á svæðinu.

   
2.  1009019 - Húsminjar á öngulsstöðum
Nefndarmenn skoðuðu húsið og þótti athyglisvert hversu heillegt húsið á öngulsstöðum er og hve byggingastíllinn er sérstakur.
Nefndin leggur að húseigendum að stofna félag um minjarnar, kynna þær vel og allar leiðir verði skoðaðar til þess að afla fjár til varðveislu þessara merku minja.


3.  1009020 - Lagakeppni
Leifur greindi frá hugmynd um dægurlagakeppni.
Nefndin stefnir að því að endurvekja 1. des samkomur í Laugarborg á vegum Menningamálanefndar og halda dægurlagakeppni 1. des 2011
Leifur og Helga taka að sér að koma með tillögu að skemmtiatriðum næstu hátíðar. 


4.  1009024 - Stefnumótun fyrir félagsheimilin
ákveðið að fá notendur félagsheimilanna á fund nefndarinnar


5.  1009023 - Stefnumótun fyrir Smámunasafn
Frestað til næsta fundar


6.  1009021 - Eyvindur 2010
Búið er að manna ritnefnd Eyvindar. Nefndina skipa Benjamín Baldursson, Helga Gunnlaugsdóttir, Páll Ingvason, Margrét Aradóttir og Ingibjörg Jónsdóttir.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:30

Getum við bætt efni síðunnar?