Menningarmálanefnd

135. fundur 21. október 2010 kl. 10:07 - 10:07 Eldri-fundur

135 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 20. október 2010 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Leifur Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Helga Gunnlaugsdóttir.


Dagskrá:


1.  1009024 - Stefnumótun fyrir félagsheimilin
Menningamálanefnd hefur skipað fulltrúa í stefnumótunarnefndir fyrir Freyvang og Laugarborg
Fulltrúar Freyvangsleikhússins, Halldór Sigurgeirsson og Steingrímur Magnússon mættu á fundinn og kynntu fyrir nefndinni starfssemi félagsins og framtíðarsýn.


2.  1009023 - Stefnumótun fyrir Smámunasafn
Menningamálanefnd hefur skipað fulltrúa í stefnumótunarnenfd fyrir Sólgarð


3.  1004021 - Flygillinn í Laugarborg og flutningur í Menningarhúsið Hof
í hönd fer stefnumótunarvinna fyrir Laugarborg og verði niðurstaða þeirrar vinnu að í húsinu eigi að halda áfram að flytja klassíska tónlist, þá er vandaður flygill nauðsynlegur. þar sem stefnumótunarvinnunni er ekki lokið, er nefndin ekki reiðubúin á þessu stigi til að taka afgerandi afstöðu til kaupa á því hljóðfæri sem um ræðir, en efast ekki um ágæti þess.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:55

Getum við bætt efni síðunnar?