Menningarmálanefnd

137. fundur 26. nóvember 2010 kl. 08:35 - 08:35 Eldri-fundur

137 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 25. nóvember 2010 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Leifur Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Helga Gunnlaugsdóttir.


Dagskrá:

1.  1011019 - Fjárhagsáætlun 2011
 Menningarmálanefnd leggur til að gerð verði tilraun með síðdegisopnun í bókasafninu einn dag í viku og vill því auka fjárhagsáætlun um 300.000.
 
Menningarmálanefnd leggur til að 1 milljón króna verði lögð í brú í Freyvang samkvæmt beiðni frá leikfélaginu. Hún telur einnig að brýn þörf sé á því að laga salernisaðstöðu í húsinu og að bæta aðgengið. Nefndin leggur til að fjárhagsáætlun vegna þessa verði aukin um 3 milljónir. Samtals 4 milljónir.
 
Aðrir liðir áætlunarinnar verði óbreyttir
 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:40

Getum við bætt efni síðunnar?